Ásynjur - Ynjur umfjöllun

Frá leiknum í gærkvöld
Frá leiknum í gærkvöld

Ásynjur lögðu í gærkvöld Ynjur að velli með sex mörkum gegn engu í leik sem fram fór á Akureyri. Þetta var annar leikur Ásynja á innan við viku en síðastliðinn laugardag vann liðið nokkuð öruggan sigur á Birninum með fimm mörkum gegn engu.

Ásynjur sá til þess að markvörður Ynja, Elise Valjaots, hefði ærinn starfa allan leikinn. Elise náði hinsvegar að halda hreinu lengi vel og það var ekki fyrr en á síðustu sekúndum fyrstu lotu sem Arndís Sigurðardóttir fann leiðina framhjá henni en þá nýtt Ásynjur sér að  vera einum fleiri á vellinum.

Öllu betur gekk hjá liðinu að skora í annarri lotu því strax á fjórðu mínútu lotunnar bætti Linda Brá Sveinsdóttir við öðru marki og skömmu síðar Birna Baldurssdóttir því þriðja. Þær þrettán mínútur sem eftir lifðu lotunnar náðu Ynjur hinsvegar að halda hreinu og staðan því 3 - 0 Ásynjum í vil.  

Ásynjur héldu síðan sóknum sínum áfram í 3ja leikhlutanum og þær Guðrún Marín Viðarsdóttir, Katrín Ryan og Birna Baldursdótturdóttir innsigluðu öruggan sigur þeirra.

Mörk/stoðsendingar Ásynjur:

Birna Baldursdóttir 2/0
Katrín Ryan 1/0
Guðrún Marín Viðarsdóttir 1/0
Arndís Sigurðardóttir 1/0
Hrönn Kristjánsdóttir 0/1

Refsingar Ásynja: Engar.

Refsingar Ynja: 4 mínútur.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH