Ásynjur - Ynjur umfjöllun

Í gærkvöld léku á Akureyri Ásynjur og Ynjur og lauk leiknum með sigri Ásynja sem gerður fimm mörk gegn engu marki Ynja. Lið Ynja hefur verið að veikjast jafnt og þétt á tímabilinu, Guðrún Marín Viðarsdóttir og Eva Þorbjörg Geirsdóttir leika erlendis, Bergþóra Bergþórsdóttir er meidd og Eva María Karvelsdóttir er frá um einhvern tíma.

Leikurinn var þó í járnum lengi vel en eitt mark var skorað í fyrstu lotunni en það gerði Sólveig G. Smáradóttir með stoðsendingu frá Birnu Baldursdóttir.

Það var síðan komið fram yfir miðja aðra lotu og því miðjan leik þegar Ásynjur bættu í forskotið en þá settu þær tvö mörk á sömu mínútunni. Fyrra markið átti Jónína Margrét Guðbjartsdóttir en það síðar Guðrún Blöndal.

Þriðja og síðasta lotan var svo og svipuðum nótum og önnur lotan. Rétt eftir miðja lotu komu tvö mörk með stuttu millibili. Það fyrra átti Anna Sonja Ágústsdóttir en það síðar Linda Brá Sveinsdóttir.

Refsingar Ynjur: 2 mínútur

Mörk/stoðsendingar Ásynjur:

Sólveig Gærdbo Smáradóttir 1/2
Linda Brá Sveinsdóttir 1/1
Jónína Guðbjartsdóttir 1/0
Guðrún Blöndal 1/0
Anna Sonja Ágústsdóttir 1/0
Birna Baldursdóttir 0/1

Refsingar Ásynjur: 4 mínútur

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH