Ásynjur - Ynjur umfjöllun


Úr leik liðanna.                                                                                                             Mynd: Elvar Freyr Pálsson

Ásynjur tóku í gærkvöld á móti Ynjum á íslandsmótinu í íshokkí. Leiknum lauk með sigri Ásynja sem  gerðu sex mörk gegn fjórum mörkum Ynja.

Leikir þessara liða hafa oft verið hinir fjörlegustu og svo var einnig í gær og þá sérstaklega framan af. Í fyrstu lotunni gerðu liðin sitthvor þrjú mörkin. Af þeim sex mörkum sem liðin gerðu í fyrstu lotunni var einungis eitt þeirra gert á meðan jafnt var á með liðunum á ísnum en þrjú þeirra voru skoruð af liði sem var manni undir. Guðrún Marin Viðarsdóttir átti fyrstu tvö mörk Ynja en Hrönn Kristjánsdóttir jafnaði metin fyrir Ásynjur eftir fyrra mark Guðrúnar. Það var síðan Guðrún Blöndal sem jafnaði metin fyrir Ásynjur í 2 - 2. Síðustu tvö mörk lotunnar komu svo að segja á sömu mínútunni. Sólveig Smáradóttir kom Ásynjum yfir en Kristín Jónsdóttir jafnaði metin fyrir Ynjur.

Ásynjur komu sér síðan í góða stöðu með tveimur mörkum frá Birnu Baldursdóttir og Söruh Smiley um miðbik annarrar lotu. Ynjur náðu hinsvegar að minnka á síðustu sekúndum lotunnar með marki frá Silvíu Rán Björgvinsdóttir.

Það var hinsvegar aðeins eitt mark gert í þriðju og síðustu lotunni. Það kom þegar rúmlega fimm mínútur voru liðnar af lotunni og það var fyrrnefnd Birna Baldursdóttir sem átti markið.

Tölfræði fyrir kvennaflokk hefur nú verið uppfærð en hana má sjá hér.

Mörk/stoðsendingar Ásynjur:

Birna Baldursdóttir 2/1
Guðrún Blöndal 1/1
Sólveig Smáradóttir 1/0
Hrönn Kristjánsdóttir 1/0 
Sarah Smiley 1/0
Elísabet Kristjánsdóttir 0/2
Patricia Ryan 0/1
Jónína Guðbjartsdóttir 0/1

Refsingar Ásynjur: 6 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Ynjur:

Guðrún Marin Viðarsdóttir 2/0
Silvía Rán Björgvinsdóttir 1/0
Kristín Jónsdóttir 1/0
Thelma Guðmundsdóttir 0/2
Kolbrún Malmquist 0/1
Elise Valjaots 0/1

Refsingar Ynjur: 16 mínútur

HH