Ásynjur - Ynjur umfjöllun


Úr leik liðanna fyrir skömmu                                                                  Mynd: Elvar Freyr Pálsson

Í gærkvöld léku á Akureyri Ásynjur og Ynjur í meistaraflokki kvenna í íshokkí. Leiknum lauk með sigri Ásynja sem gerður þrjú mörk án þess að Ynjur næðu að svara fyrir sig.

Segja má að þetta sé töluverð breyting frá síðasta leik liðanna þar sem skoruð voru þrettán mörk í öllum regnbogans litum. Að þessu sinni komu mörkin öll í annarri lotu og fyrstu tvö mörkin átti Anna Sonja Ágústsdóttir en það síðasta Guðrún Blöndal. Ynjur verða því enn um sinn að bíða eftir sigri á Ásynjum.

Mörk/stoðsendingar Ásynjur:

Anna Sonja Ágústsdóttir 2/0
Guðrún Blöndal 1/0
Sarah Smiley 0/2
Linda Brá Sveinsdóttir 0/1
Jónína M. Guðbjartsdóttir 0/1

Refsingar Ásynjur 2 mínútur

Refsingar Ynjur: 12 mínútur

HH