Ásynjur - SR umfjöllun

Frá leik liðanna sl. laugardag
Frá leik liðanna sl. laugardag

Ásynjur tóku á móti Skautafélagi Reykjavíkur á íslandsmótinu í kvennaflokki síðastliðinn laugardag og lauk leiknum með stórum sigri heimakvenna í Ásynjum sem gerðu þrettán mörk án þess að gestirnir úr SR næðu að svara fyrir sig. Með sigrinum náðu Ásynjur fjögurra stiga forskoti á Björninn sem kemur næstur en  bæði liðin hafa leikið sjö leiki.

Ásynjur hófu stórskotahríð að marki SR-kvenna strax í fyrstu lotu og segja má að í henni hafi þær gert strax útum leikinn. Það var Ragnhildur Kjartansdóttir sem opnaði markareikning þeirra og áður en lotunni lauk höfðu Ásynjur bætt við fimm mörkum til viðbótar. Svipað var upp á teningnum í næstu tveimur lotum og Elise Valjaots sem stóð í marki SR-inga að þessu sinni hafði ærinn starfa. Þrjú mörk bættust við í annarri lotu og fjögur mörk í þeirri síðustu en það var Katrín Ryan sem lokaði markareikningnum fyrir heimakonur þegar um ein mínúta lifði leiks.

Mörk/stoðsendingar Ásynjur:

Silvía Björgvinsdóttir 3/1
Kolbrún Garðarsdóttir 3/0
Katrín Ryan 2/1
Birna Baldursdóttir 2/0
Guðrún Blöndal 1/2
Eva María Karvelsdóttir 1/1

Ragnhildur Kjartansdóttir 1/0
Guðrún Marín Viðarsdóttir 0/2

Refsingar Ásynja: 8 mínútur.

Refsingar SR: 4 mínútur.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH