Ásynjur - SR umfjöllun


Frá leik í kvennaflokki                                                                                      Mynd: Sigurgeir Haraldsson


Ásynjur og Skautafélag Reykjavíkur léku á íslandsmótinu á laugardaginn og fór leikurinn fram á Akureyri. Leiknum lauk með sigri Ásynja sem gerðu 3 mörk gegn tveimur mörkum SR-inga. Leikurinn var spennandi og skemmtilegur allan tímann og hart barist á báða bóga. 

Það voru SR-konur sem komust yfir í leiknum á 14. mínútu með marki frá Diljá Sif Björgvinsdóttir. Jónína Margrét Guðbjartsdóttir, sem nú er kominn á fulla ferð aftur eftir hlé, jafnaði hinsvegar metin fyrir Ásynjur rétt fyrir hlé og staðan var því 1 - 1 að lokinni fyrstu lotu.

Í annarri lotunni náðu Ásynjur forystunni um miðja lotuna með marki frá Birnu Baldursdóttir en Ásynjur höfðu verið nokkuð aðgangsharðar í sókninni fram að því og forysta þeirra því sanngjörn. 

Liðin skiptust síðan á jafnan hlut hvað markaskorun varðaði í þriðju og síðustu lotunni. Lilja M. Sigfúsdóttir jafnaði metin fyrir SR-konur snemma í lotunni og það var langt liðið á lotuna þegar Guðrún Blöndal tryggði Ásynjum öll stigin þrjú sem í boði voru.

Mörk/stoðsendingar Ásynjur:

Birna Baldursdóttir 1/1
Guðrún Blöndal 1/0
Jónína Margrét Guðbjartsdóttir 1/0

Refsingar Ásynjur: 10 mínútur.

Mörk/stoðsendingar SR:

Diljá Sif Björgvinsdóttir 1/0
Lilja M. Sigfúsdóttir 1/0
Guðbjörg K. Grönvold 0/1

Refsingar SR: 4 mínútur.

HH