Ásynjur - SR umfjöllun


Úr leik í kvennaflokki fyrr í vetur                                                                  Mynd: Sigurgeir Haraldsson

Ásynjur og Skautafélag Reykjavíkur mættust á síðastliðið föstudagskvöld í síðasta deildarleik sem fram fer í meistaraflokki kvenna á þessu tímabili. Leiknum lauk með sigri Ásynja sem gerðu 7 mörk gegn 3 mörkum SR-kvenna.  SR-konu nýttu sér að þessu sinni heimild sem gefur nýjum liðum í deildinni möguleika á að fá leikmenn frá öðrum liðum að láni til að styrkja lið sitt.

Það voru SR-konur sem komust yfir í fyrstu lotu með tveimur mörkum frá þeim Jóhönnu Bárðardóttir og Silju Rún Gunnlaugsdóttir. Ásynjur náðu hinsvegar að minnka muninn fyrir hlé með marki frá Birnu Baldursdóttir. Staðan því 1 – 2 SR-konum í vil eftir fyrstu lotu.

Ásynjur áttu hinsvegar öll mörkin í annarri lotu en þá gerðu þær fjögur mörk án þess að SR-konur næðu að svara fyrir sig.  Linda Brá Sveinsdóttir átti tvö þeirra en Eva María Karvelsdóttir og Anna Sonja Ágústsdóttir voru með sitthvort markið. Staðan því 5 – 2 eftir aðra lotu.

Strax í upphafi þriðju lotu náðu SR-konur að minnka muninn með marki frá Guðrún Marín Viðarsdóttir en lengjra komust þær ekki og síðustu tvö mörkin áttu Birna Baldursdóttir og Arndís Eggerz Sigurðardóttir fyrir Ásynjur.

Úrslitakeppni kvenna hefst síðari partinn í mars því nú taka konurnar sér frí á meðan kvennalandsliðið heldur til Seúl í Suður-Kóreu  til keppni í II. deild heimsmeistaramóts IIHF.  Til úrslita leika SA og Björninn en gert er ráð fyrir að úrslitakeppnin hefjist 21. mars.

Að leik loknum tóku Ásynjur á móti deildarmeistarabikarnum  og  við óskum að sjálfsögðu til hamingju með hann.Mörk/stoðsendingar Ásynjur

Birna Baldursdóttir 2/0
Linda Brá Sveinsdóttir 2/0
Arndís Eggerz Sigurðardóttir 1/1
Eva María Karvelsdóttir 1/0
Anna Sonja Ágústsdóttir 1/0
Jóhanna Ólafsdóttir 0/2
Leena-Kaisa Viitanen 0/1
Jónína Margrét Guðbjartsdóttir 0/1

Refsingar Ásynjur 4 mínútur.

Mörk/stoðsendingar SR:

Guðrún Marin Viðarsdóttir 1/0
Silja Rún Gunnlaugsdóttir 1/0
Jóhanna Bárðardóttir 1/0
Guðrún Jónsdóttir 0/2

Refsingar SR: 4 mínútur