Ásynjur - SR seinni leikur umfjöllun

Frá leiknum á sunnudag
Frá leiknum á sunnudag

Síðari leikur Ásynja og SR í Hertz-deild kvenna fór fram á sunnudeginum og rétt einsog í fyrri leiknum fóru Ásynjur með sigur af hólmi. Þær þurftu þó að hafa töluvert meira fyrir sigrinum en leiknum lauk með 3 – 2 sigri þeirra eftir að jafnt hafði verið að loknum hefðbundnum leiktíma 2 – 2. Ásynjur höfðu gert breytingar á hópi sínum frá leiknum kvöldið áður og SR-ingar nýttu sér reglur sem leyfa lán á markmönnum og stilltu upp Elisu Valljots í marki sínu rétt einsog í leiknum daginn áður.
Elisa átti stórleik í marki gestanna og hélt markinu hreinu lengi vel. SR-konur komust yfir um miðjan leik með marki frá Alexöndru Hafsteinsdóttir en stoðsendingu átti Laura-Ann Murphy. Það var síðan fljótlega  í þriðju lotu sem Ásynjur komust á blað með marki frá Sunnu Björgvinsdóttir. Lengi vel leit út fyrir að SR-konur ætluðu að hafa sigur þrátt fyrir þunga sókn Ásynja en á síðustu sekúndum leiksins jafnaði fyrrnefnd Sunna metin fyrir þær og framlenging því staðreynd. Í henni skoraði Eva María Karvelsdóttir markið sem skildi liðin að í lokin og aukastigið því Ásynja.

Mörk/stoðsendingar Ásynja:
Sunna Börgvinsdóttir 2/0
Eva María Karvelsdóttir 1/0
Linda Brá Sveinsdóttir 0/1

Refsingar Ásynja: Engar

Mörk/stoðsendingar SR:
Alexandra Hafsteinsdóttir 1/0
Brynhildur Hjaltested 1/0
Laura-Ann Murphy 0/1

Refsingar SR: 4 mínútur.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH