Ásynjur - SR fyrri leikur umfjöllun

Fyrri leikur Ásynja og Skautafélags Reykjavíkur í Hertz-deild kvenna fór fram sl. laugardag en leiknum lauk með sigri Ásynja sem gerðu tíu mörk án þess að SR-konur næðu að svara fyrir sig.

Ásynjur höfðu, einsog tölurnar gefa til kynna, töluverða yfirburði en það var þó ekki fyrr en á 14. mínútu sem Ásynjur opnuðu markareikning sinn. Um það sá Vigdís Hrannardóttir sem tekið hafði fram skautana að nýju eftir nokkuð hlé. Ásynjur bættu síðan við tveimur mörkum áður en lotan var úti.
Það var síðan Thelma María Guðmundsdóttir sem opnaði markareikning Ásynja en alls settu þær fjögur mörk á SR-inga í lotunni og staðan því 7 – 0 heimakonum í vil að lokinni lotunni.
Þriðja lotan var á svipuðum nótum. Ásynjur héldu uppi þungri pressu á gestina og bættu við þremur mörkum í viðbót en það var Ragnhildur Kjartansdóttir sem átti lokaorðið hvað markaskorun varðaði.

Mörk/stoðsendingar Ásynja:
Vigdís Aradóttir 2/1
Arndís Sigurðardóttir 2/0
Sunna Björgvindsóttir 1/2
Linda Brá Sveindóttir 1/1
Eva María Karvelsdóttir 1/1
Díana Björgvinsdóttir 1/1
Ragnhildur Helga Kjartansdóttir 1/1
Anna Sonja Ágústsdóttir 0/2
Thelma María Guðmundsdóttir 1/0
Jónína Margrét Guðbjartsdóttir 0/1
Alda Ólína Arnarsdóttir 0/1

Refsingar Ásynja: Engar.

Refsingar SR: 4 mínútur

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH