Ásynjur - Björninn umfjöllun

Frá leik Ásynja og Bjarnarins
Frá leik Ásynja og Bjarnarins

Ásynjur báru á laugardagskvöld sigurorð af Birninum í meistaraflokki kvenna með fimm mörkum gegn engu. Einsog og komið komið hefur fram hérna á vefnum hefur verið töluvert um félagaskipti í kvennaflokknum þetta tímabilið en flesta  leikmenn hefur lið norðanmanna misst. Það virtist þó litlu breyta því Áynjur sóttu af krafti lannan tímann og rétt eftir miðja fyrstu lotu kom Linda Brá Sveinsdóttir þeim yfir. Jónína Margrét Guðbjartsdótttir bætti svo við öðru marki áður en lotan var út. Fyrrnefnd Linda Brá bætti síðan í forystu Ásynja  rétt eftir miðja aðra lotu en það var jafnframt eina mark lotunnar.
Í síðustu lotunni gulltryggðu þær Silvía Björgvinsdóttir og Guðrún Blöndal öruggan sigur norðankvenna og einsýnt að þær verða erfiðar heim að sækja í vetur.

Mörk/Stoðsendingar Ásynjur:

Linda Sveinsdóttir 2/0
Jónína Guðbjartsdóttir 1/1
Guðrún Blöndal 1/1
Silvía Björgvinsdóttir 1/0

Refsingar Ásynjur:  4 mínútur.

Refsingar Björninn: Engar.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH