Ásynjur - Björninn umfjöllun

Úr leik á íslandsmóti
Úr leik á íslandsmóti

Ásynjur og Björninn mættust í gærkvöld á íslandsmótinu í kvennaflokki og fór leikurinn fram á Akureyri. Leiknum lauk með sigri Ásynja sem gerðu 11 mörk gegn 2 mörkum Bjarnarkvenna. Ásynjur eru því enn ósigraðar á íslandsmótinu í kvennaflokki.

Rétt einsog tölurnar gefa til kynna sóttu Ásynjur töluvert meira í leiknum og strax í fyrstu lotu náðu þær þægilegri stöðu strax í fyrstu lotu og náðu 3 - 0 forystu með mörkum frá Söru Smiley, Hrund Thorlacius og Guðrún Blöndal.

Í annarri lotu héldu Ásynjur áfram að bæta í forskotið  og fyrstu fjögur mörk lotunnar voru þeirra. Markaskorunin dreifðist þó nokkuð jafnt á liðið en undir lok lotunnar komu Bjarnarstúlkur sér á blað og staðan því 7 - 1 Ásynjum í vil eftir aðra lotu.

Í þriðju og síðustu lotunni má segja að sagan hafi endurtekið sig hvað markaskorun varðaði því hún fór 4 - 1 rétt einsog miðlotan og rétt einsog í henni dreifðist markaskorunin nokkuð jafnt yfir lið Ásynja.  

Næsti leikur í kvennaflokki er 9. febrúar en þá mætast Ynjur og Björninn á Akureyri.

Mörk/stoðsendingar Ásynjur:

Hrund Thorlacius 2/2
Birna Baldursdóttir 2/1
Anna Sonja Ágústsdóttir 2/1
Guðrún Blöndal 1/2
Védís Áslaug Valdimarsdóttir 1/2
Silja Rún Gunnlaugsdóttir 1/1
Sarah Smiley 1/0
Elisabet Kristjánsdóttir 1/0
Hrönn Kristjánsdóttir 0/1
Jónína Margrét Guðbjartsdóttir 0/1

Refsingar Ásynjur: 6 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Lilja María Sigfúsdóttir 1/1
Karen Ósk Þórisdóttir 1/0 
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir 0/1
Elva Hjálmarsdóttir 0/1

Refsingar Björninn: 6 mínútur.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH