Ásynjur - Björninn umfjöllun

Síðari leikur laugardagsins var leikur Ásynja og Bjarnarins í meistaraflokki kvenna. Leiknum lauk með öruggum sigri Ásynja sem gerðu þrettán mörk gegn einu marki Bjarnarkvenna.

Rétt einsog í fyrri leiknum kom fyrsta markið  á fyrstu mínútunni en þar var að verki Sólveig Smáradóttir fyrir Ásynjur. Manni fleiri svöruðu Bjarnarstúlkur hinsvegar fyrir sig á fimmtu mínútu með marki frá Sigrúnu Sigmundsdóttir. Diljá Sif Björgvinsdóttir átti hinsvegar næstu tvö mörk fyrir Ásynjur en hún átti eftir að láta töluvert að sér kveða í leiknum. Fyrrnefnd Sólveig og Jónína Guðbjartsdóttir bættu svo við tveimur mörkum fyrir hlé og Ásynur því komnar í þægilega 5 - 1 stöðu.

Öllu rólegra var yfir markaskoruninni í næstu lotu en þá bættu Ásynjur við tveimur mörkum í safnið. Fyrra markið átti Anna Sonja Ágústsdóttir en það síðara Jónína Guðbjartsdóttir.

Þriðja og síðasta lotan var síðan eign Ásynja því þá bættu norðanstúlkur við sex mörkum. Fjögur þeirra átti Diljá Sif Björgvinsdóttir en hin tvö komu frá Silvíu Rán Björgvinsdóttur og Önnu Sonju Ágústsdóttir.

Mörk/stoðsendingarÁsynjur:

Diljá Sif Björgvinsdóttir 6/0
Sólveig Gærdbo Smáradóttir 2/3
Anna Sonja Ágústsdóttir 2/2
Jónína Guðbjartsdóttir 2/0
Silvía Rán Björgvinsdóttir 1/2
Védís Áslaug Valdemarsdóttir 0/2

Refsingar: 6 mínútur. 

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Sigrún Sigmundsdóttir 1/0
Elva Hjálmarsdóttir 0/1

Refsingar: 6 mínútur.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH