Ástralía í dag þriðjudag

Undir 20 ára landsliðið okkar leikur sinn annan leik á heimsmeistaramótinu í Rúmeníu í dag og er leikurinn gegn Ástralíu. Langt er síðan unglingalið okkar lék síðast við Ástrala þannig að við vitum ekki hversu sterkir þeir eru. Á heims-listanum (hann er gefin út fyrir A-landslið) eru ástralar í 34. sæti en við í því 40.

Út frá því má gera ráð fyrir því að viðureignin eigi eftir að verða okkar drengjum nokkuð erfið. Ástralir töpuðu sínum leik við Króatíu í gær 6-1 á meðan að við létum Spánverja stela sigri frá okkur og mál manna var að íslensku drengirnir hefðu verið með yfirburði á svellinu en gengið illa að skora. Maður leiksins í gær var valin Úlfar Andrésson og fékk að litla viðurkenningu fyrir frammistöðuna.

Aðalfararstjóri liðsins Jón Heiðar Rúnarsson skrifar daglega pistla inn á netsvæði liðsins og má nálgast þá hér

Leikurinn hefst klukkan 10:30 að íslenskum tíma og munum við reyna að nálgast fréttir af gangi leiksins og birta þær hér á síðunni. Að lokum smá leiðrétting fyrsta mark íslands skoraði Emil Alengard en ekki Gauti Þormóðsson eins og skýrt var frá hér á síðunni í gær.

Leikinn í tölum má nálgast hér