Asetamót - úrslit

Asetamótið fór fram í gærkvöld í Egilshöll. Að þessu sinni var spiluð einföld umferð og hver leikur var 2 x 20 mínútur. Úrslitin urðu:

Björninn - SA  2   -   3
Björninn - SR  1   -   3
SA   -       SR  2   -   2  (2 - 1)

Fyrir síðasta leik var vitað mál að hann væri úrslitaleikur. Leikurinn endaði einsog sjá má í jafntefli og þar sem úrslit skulu ráðast var farið í vítakeppni. Tekin voru þrjú víti á lið og enn var staðan jöfn þar er bæði liðin skoruðu úr einu víti. Var þá haldið áfram í bráðabana og þar tryggðu norðanmenn sér sigurinn. Bæði lið lögðu sig því vel fram og segja má heilt um mótið að menn hafi komið nokkuð vel undirbúnir til leiks. Hraðinn í leikjunum öllum var ágætur og margir ungir leikmenn sýndu hvað í þá er spunnið. Því er ekki ástæða til annars en að halda að á komandi íslandsmóti verði leikið hratt og gott hokkí.

Myndin er tekin af Söru Smiley þjálfara SA sem að sjálfsögðu var kát með sigurinn.

HH