Asetamót - úrslit

Björninn vann Skautafélag Reykjavíkur í æsispennandi úrslitaleik Aseta-mótsins með 6 mörkum gegn 4 eftir að SR-ingar höfðu komist í 4 - 0 í fyrri hálfleik. Leikurinn var hin besta skemmtun fyrir fjölmarga áhorfendur sem lögðu leið sína í Egilshöllina. Eins og sést á tölunum réð sóknarleikurinn ríkjum hjá báðum liðum og segja má að leikur beggja liða lofi góðu fyrir keppnistímabilið. Við óskum Birninum til hamingju með sigurinn, og reyndar öllum íshokkímönnum til hamingju með vel heppnað mót, telja má víst að svona mót verði fastur liður í dagskránni hjá okkur á komandi keppnistímabilum. Hér fyrir neðan koma svo úrslit einstakra leikja og staðan eftir undankeppnina.

Björninn SA 3 2 (2 - 2 eftir venjulegan leiktíma)
SR Narfinn 4 3 (2 - 2 eftir venjulegan leiktíma)
SR SA 4 2
Narfinn   Björninn 1 6
Björninn  SR 4 0
SA Narfinn 7 1
3ja sætið SA Narfinn 4 0
1. sætið SR Björninn 4 6


U J  T Mörk Mörk á Stig
Björninn 1 1 0 13 3 8
SR 1 1 0 8 9 5
SA 0 1 1 11 8 4
Narfinn 0 1 1 5 17 1