Árétting

Í íþróttafréttum RÚV á sunnudagskvöldið síðasta, 12. nóvember, var fjallað um mál Guðlaugar I. Þorsteinsdóttur, varaformann ÍHÍ og formann dómaranefndar.  Málið á upptök sín að rekja til ársins 2013 og endar 2014 þegar hún var dregin út úr landsliðshóp á miðju heimsmeistaramóti sem fram fór í Reykjavík.

Eins og fram kom í fréttinni hefur Íshokkísambandið dregið mikinn lærdóm af þessu tiltekna máli og hefur sambandið gert margar breytingar til að betur um bæta umhverfið innan hreyfingarinnar.

Í fréttainnslagi á RÚV birtist liðsmynd af kvennalandsliði Íslands árið 2018, á myndinni var einn karlmaður, Richard Tahtinen.  ÍHÍ vill árétta að Richard  Tahtinen er ekki sá sem á í hlut í hennar máli heldur var hann sálfræðingur í fagteymi landsliða ÍHÍ og var þjálfari kvennalandsliðsins árið 2018.

Myndin hefur verið fjarlægð úr frétt RÚV til að valda ekki frekari misskilningi.