Annar leikur í úrslitum kvenna

Skautafélag Akureyrar - Ynjur og Ásynjur
Skautafélag Akureyrar - Ynjur og Ásynjur

Í kvöld heldur áfram úrslitaeinvígi kvenna með leik Ásynja og Ynja á Akureyri.  Þessi leikur er annar leikurinn í úrslitum og úrslit gætu ráðist í kvöld ef Ynjur halda uppteknum hætti.

Í meistaraflokki kvenna er úrslitakeppnin í forminu „Best of 3“ þannig að það lið sem fyrr vinnur 2 leiki er Íslandsmeistari.

Leikurinn fer fram í kvöld, þriðjudag 14. mars og hefst leikurinn kl. 19:30 í Skautahöllinni á Akureyri.

Nú er um að gera að fjölmenna í höllinni og hvetja sitt lið.  Áfram SA :-)