Annar leikur í úrslitum í Hertz-deild karla

Úrslitakeppni meistaraflokks karla heldur áfram í kvöld, fimmtudaginn 23. mars í Skautahöllinni á Akureyri og hefst leikur klukkan 19:30.  Um er að ræða leik númer tvö í úrslitakeppninni þar sem SA Víkingar taka á móti UMFK Esju.  Fyrsta leik í úrslitakeppni lauk með sigri Esju.

Spilaðir verða 5 leikir á níu dögum ef til þess þarf og það lið sem vinnur fyrst þrjá leiki hampar íslandsmeistaratitlinum.

 

Leikjaröðun:

  • Þriðjudagurinn 21.mars í Skautahöllinni í Laugardal klukkan 19:30         Staða ESJA 4 - SA 3
  • Fimmtudagurinn 23.mars í Skautahöllinni á Akureyri klukkan 19:30        SA – UMFK Esja
  • Laugardagurinn 25.mars í Skautahöllinni í Laugardal klukkan 17:00        UMFK Esja – SA
  • Þriðjudagurinn 28.mars í Skautahöllinni á Akureyri klukkan 19:30           SA – UMFK Esja (ef til þarf)
  • Fimmtudagurinn 30.mars í Skautahöllinni í Laugardal klukkan 19:45       UMFK Esja – SA (ef til þarf)

Þeir sem ekki komast í höllina, geta fylgst með beinni útsendingu á www.oz.com/ihi