Annar leikur í úrslitum

Frá leik liðanna á þriðjudag
Frá leik liðanna á þriðjudag

Annar leikur í úrslitakeppni karla fer fram í kvöld. Þá mætast Björninn og Skautafélag Akureyrar í Egilshöll og hefst leikurinn klukkan 19.00. Bjarnarmenn eru 1 – 0 yfir í einvíginu eftir að hafa unnið SA 4 – 3 á Akureyri síðastliðið þriðjudagskvöld en það lið sem verður fyrr til að vinna þrjá leiki hampar titlinum. Leikur liðanna á Akureyri á þriðjudaginn var sá sjöundi í vetur en allir leikirnir í vetur hafa endað með því að annaðhvort liðið hefur unnið með einu marki.

Það er því góð ástæða til að mæta á leik liðanna í kvöld sem einsog fyrri leikir þessara sömu liða gæti orðið hin besta skemmtun.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH