Alþjóðlegur íshokkíleikur kvenna, Global Girls Game

Á myndinni má sjá Elizu Reid forsetafrú taka fyrsta uppkastið í Girls Global Game 2020
Á myndinni má sjá Elizu Reid forsetafrú taka fyrsta uppkastið í Girls Global Game 2020

Alþjóðlegur íshokkíleikur kvenna, Global Girls Game, er haldinn hátíðlegur næstu helgi eða nánar 16.-18. febrúar. Þar mætast bláar gegn hvítum í öllum heimshornum og er niðurstöðunum safnað saman í ein lokaúrslit á sunnudagskvöld.

Bæði Reykjavíkur félögin taka þátt að þessu sinni. Kvennalið SR ásamt stúlkum úr U14 ætla ekki að láta sitt eftir liggja og spila þær sitt framlag til leiksins föstudaginn 16. febrúar kl. 19.15-20.15 í stuttum, hröðum og skemmtilegum leik.  Leikmenn Fjölnis endurtaka síðan leikinn sunnudagsmorguninn 18. febrúar milli klukkan 11:00 og 12:00. 

Boðið verður upp á veitingar á báðum stöðum og frítt er inn. Við hvetjum allar stúlkur sem hafa áhuga á að mæta og kynna sér sívaxandi kvennastarf í þessari svölustu íþrótt í heimi.