Alþjóðasambandið - ný heimasíða.

Alþjóða íshokkísambandið hefur í tilefni af 100 ára afmæli íshokkís verið með ýmsar breytingar í gangi. Nú í vikunni mátti sjá að ný heimasíða var komin upp og á henni má finna ýmsan skemmtilegan fróðleik. Einnig er komin upp ný síða vegna Skills Challenge keppninnar sem ÍHÍ hefur skráð íslenska iðkendur í. Þess má geta að nú hefur búnaði sem notaður er í Skills Challenge verið dreift til félaganna og því ekkert annað að gera en æfa sig.

HH