Alþjóða Íshokkísambandið (IIHF) hefur undanfarin misseri lagt mikla áherslu á heilindi í íshokkí. Áhersluatriðin eru fjögur: Lyfjamisferli, hagræðing úrslita, ofbeldi eða áreitni og siðferði. IIHF kallar þessa herferð “Together we hold the line” sem gæti útlagst á íslensku, "Saman verjum við línuna".
Hreinleiki og öryggi íþrótta byggir á faglegu samtali og trausti.
Upplifir þú þig eða aðra í kringum þig óörugga/n þá getur þú leitað hjálpar með því að hafa samband við næsta háttvísisfulltrúa, leitað til Samskiptaráðgjafa íþrótta og æskulýðsstarf eða snúið þér til Alþjóða Íshokkísambandsins. Ofbeldi, veðmál, hagræðing úrslita, lyfjamisferli eða önnur mál sem brjóta gegn siðferði eiga ekki heima í íþróttum.
Háttvísisfulltrúi ÍHÍ er Guðlaug I. Þorsteinsdóttir.
Hægt er að lesa meira um “Together we hold the line” verkefnið á vef IIHF.