Ákeyrsla

Á síðasta tímabili fór fram nokkur umræða um hvort ætti að leyfa ákeyrslu (body checking) í 4. flokki karla. Nú er það þannig að ekkert í okkar lögum eða reglum bannar að þær séu notaðar í þessum flokki. Hinsvegar var það þannig að fyrir fáeinum árum ákváðu þjálfarar í þessum flokki að leyfa þær ekki. Ed Maggiacomo sem þjálfaði hjá SR á liðnu tímabil var t.d. mjög um að þessu yrði breytt og segja má að hugmynd hans hafi átt sér töluverðan stuðning. Í fjórða flokki leika, eins og menn vita, leikmenn á aldrinum 13 - 14 ára. Ed taldi m.a. að vegna þáttöku U18 ára liðs okkar í heimsmeistarkeppnum væri nauðsynlegt að leikmenn byrjuðu fyrr að stunda ákeyrslur.  Hann hefur nokkuð til síns máls þar því að þanra er farið að styttast í það að þeir allra bestu komist inn í landslið. Hvað verður kemur í ljós fljótlega.

HH