Áhorfendur leyfðir á ný

Íshokkísamband Íslands (ÍHÍ) hefur ákveðið að leyfa áhorfendur á leikjum í öllum flokkum og öðrum viðburðum á vegum ÍHÍ í samræmi við gildandi lög og reglugerðir opinberra aðila og tilmæli Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ). 

Leiðbeiningar ÍSÍ;

Reglugerð Heilbrigðisráðherra frá 7. september 2020 kveður á um 200 manna fjöldatakmörkun í hverju rými og að í allri starfsemi skuli tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 1 metra á milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum.

Til að hægt sé að fylgja þessum skilyrðum reglugerðarinnar varðandi áhorfendur á íþróttaviðburðum verður að tryggja að hver áhorfandi hafi 2 fermetra í áhorfendarými. Til að fara ekki yfir hámarksfjölda 200 í rými þarf áhorfendarýmið því að vera a.m.k. 400 fermetrar að stærð. Einnig gilda ákvæði um sér inn og útgang, sér salernisaðstöðu, sér þjónustusvæði og að rýmið sé aðskilið frá öðrum svæðum með girðingu eða öðrum aðskilnaði sem er a.m.k 2 metrar á hæð eða 2 metra bili sem ekki er hægt að fara yfir. Sé áhorfendarými minna en 400 fermetrar skerðist hámarksfjöldi áhorfenda sem hægt er að hleypa inn í rýmið.  Gera þarf ráð fyrir 2 fermetrum fyrir hvern áhorfanda. Viðkomandi sérsamband skal segja til um leyfilegan fjölda í hverju áhorfendarými á leikvöllum 

Börn fædd 2005 og síðar skulu talin með í þessum tölum

Andlitsgrímur koma ekki í stað 1 metra reglunnar.