Áhorfendabann á öllum leikjum ÍHÍ

Stjórn Íshokkísambands Íslands hefur samþykkt alsherjar áhorfendabann á öllum leikjum í íshokkí, frá og með núna.

Við erum öll almannavarnir og staðan er alvarleg.

Íshokkísamband Íslands fylgir ákvörðunum KKÍ, HSÍ og KSÍ.

Munum sóttvarnarreglur og minnum sérstaklega á nálægðarviðmið, handþvott og grímuskyldu.

 Staðan verður svo metin betur eftir helgi í samráði við ÍSÍ og yfirvöld.