Áherslur í dómgæslu

Frá Brynjumóti
Frá Brynjumóti

Fyrir öll heimsmeistaramót sem íslensk landslið taka þátt í eru haldnir tveir svokallaðir TRIM-fundir, en TRIM stendur fyrir Team Rules Information Meeting. Fyrst er haldinn TRIM fundur með þjálfurum liðanna sem taka þátt og eftir þann fund er haldinn annar fundur með dómurum mótsins. Á fundum þessum er farið yfir þær áherslur sem verða í dómgæslu á komandi móti.

Fyrir síðasta keppnistímabil var haldinn í fyrsta skipti TRIM fundur fyrir þjálfara hér heima. Nú var enn bætt í og haldinn fundur fyrir þjálfara og dómara. Ætlast er til að þjálfarar komi þessum áherslum á framfæri við leikmenn sína en sjaldan er góð vísa of oft kveðin.

Leikmenn eru því hvattir til að lesa áhersluatriðin en þau má finna hér.  

Mynd: Ómar Þór Edvardsson

HH