Áherslur dómaranefndar


Dómaranefnd ÍHÍ fundaði í kvöld þar sem farið var yfir þau áhersluatriði sem lögð yrði áhersla á tímabilinu.

Tekin verður upp nýja áherlsu varðandi interference dóma í vetur og erum að horfa út fyrir landsteinana varðandi fordæmi í þeim efnum.
Dæma skal interference ef  að leikmaðurinn sem losar frá sér pökkinn (dömpar pekkinum), er lengra frá en sem nemur lengd handleggs og kylfu, þess sem að tæklar hann.

Lögð verður áhersla á sjónarmið sem IIHF setti í nýju reglubókina þar sem búið að er að taka út orðalagið „ef leikmaður reynir að slasa eða slasar leikmann“ og er komið í staðinn ef leikmaður er með „háskalegar eða kæruleysislegar tæklingar“ þá verður hægt að gefa stærri dóma fyrir það. Þar á meðal eru tæklingar ef leikmanni má vera ljóst að dæmd verður ísing.

SG/ÓÞG/GH