Áherslur Dómara 2015

Yfirdómari  ásamt Dómaranefnd ÍHÍ hefur gefið út áherslur vegna leiktíðarinnar sem er nýhafin.

Lögð verður áfram áhersla á interference dóma, þar sem talað var um að ef leikmaður sem dömpar pekkinum inn er lengra frá en sem nemur handlegg og kylfulengd þegar hann hefur losað sig við pökkinn en er tæklaður skal dæma á það interference.

Lögð verður áhersla á að í  hybrid ísing hljóti leikmenn refsingu ef þeir tækla andstæðing þegar þeir eiga að gera sér það ljóst að ísing verður dæmt.

Ákeyrsla á haus var mikið í umræðunni í fyrra og munu dómarar reyna að gæta sérstaklega vel að þessu í ár, því um er að ræða einstaklega hættuleg brot.
Að sama skapi skulu þjálfarar einnig brýna fyrir leikmönnum að halda höfðinu uppi. Leikmaður sem skautar með hausinn á undan sér  setur sig í hættu og í relgubókinni er sérstaklega tekið á þessu. Við hvetjum alla til að lesa yfir regluna til að fræðast um þetta. Regla 124 í reglubókinni.

Einnig munum við notast við nýja sjónarmiðinu frá IIHF. En þar er búið að taka út orðalagið „ef leikmaður reynir að slasa eða slasar leikmann“ og setja inn „háskalegar eða kæruleysislegar tæklingar“ . Munu dómarar reyna að fylgja þessu í hvívetna.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH