Aganefnd - myndbandsupptökur

Í 3. gr. reglugerðar um Aganefnd segir:

Aganefnd byggir úrskurð sinn á leik- og atvikaskýrslum viðkomandi leiks. Þó getur aganefnd einnig tekið fyrir önnur mál er henni berast og hún telur ástæður til. Aganefnd er heimilt að gefa málsaðilum kost á munnlegum eða skriflegum málflutningi ásamt því að leggja fram myndbandsupptökur eða önnur sönnunargögn sem skipt geta máli við mat á viðurlögum. Aganefnd skal hafa frjálst sönnunarmat á gögnum þeim er lögð eru fyrir nefndina.

Hingað til hefur Aganefnd mestmegnis stuðst við atvika- og leikskýrslur þó í einhverjum tilvikum hafi verið stuðst við myndbandsupptökur.

Á fundi Aganefndar þ. 5. september sl. var ákveðið nefndin myndi skoða sérstaklega eftirfarandi brot sem henni bærust myndbönd af þó þau hefðu ekki komið fram í atvika- eða dómaraskýrslu:

Sparka - Kicking
Speering
Endastunga - Butt-ending

 

 

 

F.h Aganefndar

Hallmundur Hallgrímsson formaður Aganefndar ÍHÍ