Afreksstefna ÍHÍ

Þann 17. nóvember síðastliðinn samþykkti formannafundur ÍHÍ nýja afreksstefnu fyrir sambandið. Stuttu áður hafði stjórn sambandsins samþykkt stefnuna sem unnin er eftir leiðbeiningum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.

Ákveðið hefur verið að halda áfram að skoða stefnuna og þá sérstaklega með tilliti til kvennalandsliðs og fagteymismála. Stefnuna má finna á heimsíðu ÍHÍ undir "Um ÍHÍ".

HH