Áframhaldið

Í dag lauk karlalandsliðið keppni í Suður Kóreu og því hefst deildin brátt á ný.  Nú er aðeins rétt rúm vika til úrslitakeppninnar en hún hefst þriðjudaginn 17. apríl en enn er óráðið hvort keppnin hefst í Reykjavík eða á Akureyri, en það ræðst í vikunni.  Tveir leikir eru eftir í undankeppninni og eru báðir leikirnir á milli SA og SR, sömu liða og mætast munu í úrslitum.  Leikirnir fara báðir fram á Akureyri dagana 13. og 14. apríl.  SR þarf aðeins eitt stig úr þessum viðureignum til að tryggja sér heimaleikjaréttinn en SA þarf að vinna báða leikina til þess.
 
Það verður mikil keyrsla á þessum liðum næstu daga því stutt verður á milli leikja eða rétt um tveir dagar og t.a.m. munu liðin spila fimm leiki á einni viku. 
 
Leikirnir sem háðir verða nú í vikunni verða á föstudagskvöldið kl. 20:00 og á laugardaginn kl. 18:00