Æsispennandi íshokkí helgi framundan í Hertz-deildinni

Íshokkí helgi framundan - allir velkomnir
Íshokkí helgi framundan - allir velkomnir

Fjórir leikir í Hertz-deild karla fer fram um næstu helgi.  Staðan í deildinni er ótrúlega jöfn og hefur staðan sjaldan verið eins spennandi.  UMFK Esja er sem stendur á toppnum en sú staða getur auðveldlega breyst. Óhætt er að segja íshokkí á Íslandi hefur tekið mjög miklum framförum síðustu árin og nú má segja að aldrei hefur verið spilað jafn skemmtilegur hokkíleikur og þetta tímabil.  Staðan er æsispennandi og allt getur gerst. Allir leikmenn virðast í frábæru formi og eru til alls líklegir.

Allir eru velkomnir, aðgangseyrir er aðeins kr. 1000.-

Dagskrá:

  • Laugardaginn 19. nóvember  Björninn - SA     kl 18:50 í Egilshöll
  • Laugardaginn 19. nóvember  ESJA - SR             kl 18:45 í Skautahöllinni Laugardal.
  • Sunnudaginn  20. nóvember  SR - SA                kl 19:00 í Skautahöllinni Laugardal
  • Sunnudaginn  20. nóvember  Björninn - ESJA  kl 19:00 í Egilshöll.
  • Einn leikur í Hertz-deild kvenna fer fram á laugardag.  Ynjur - SR og fer leikurinn fram kl 16:30 í Skautahöllinni á Akureyri.

Sjáumst hress, kaffi og meðlæti.