Æfingabúðir U-20 og U-18 liða.

Jukka Iso-Anttila og Sergei Zak ásamt landsliðsnefnd og skrifstofu ÍHÍ hafa verið að undirbúa æfingabúðir fyrir ungmennalandslið Íslands. Gert er ráð fyrir að búðirnar verði frá 19 - 21 október en vegna vandræða með ístíma hefur ekki alveg tekist að klára að fastsetja búðirnar. Um leið og ístímar verða komnir verður birt frétt um hvernig skipulag æfingabúðanna verður og hvaða leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í þeim.

HH