Æfingabúðir hjá kvennalandsliði á Akureyri

Sveinn Björnsson (Denni) landsliðsþjálfari kvenna hefur boðað til æfingabúða á Akureyri helgina 18. til 20. febrúar næstkomandi en þá sömu helgi eigast við Björninn og Skautafélag Akureyrar í mfl. kvenna.  Til æfingabúðanna eru boðaðir allir leikmenn þessara liða ásamt Svandísi sem kemur frá Danmörku og Berglindi sem kemur frá SR.

Fyrsta æfingin verður á föstudagskvöldi, létt æfing á laugardagsmorgni, leikur liðanna á laugardags síðdegi og síðan æfing á sunnudagsmorgni. Sveinn gerir ráð fyrir því að tilkynna svo til endanlegan hóp eftir þessa helgi.