Æfingabúðir

Frá leik Íslands gegn Serbum á U20 í fyrra
Frá leik Íslands gegn Serbum á U20 í fyrra

Þessa helgina fara engnir leikir fram í deildum okkar heldur verður helgin notuð fyrir æfingabúðir hjá U20 ára landsliðinu. 

Þjálfari liðsins Tim Brithén mun koma til landsins og stjórna æfingum en honum til aðstoðar munu verða hluti af starfandi þjálfurum hér á landi.

Föstudagur 7. nóvember
18:30-22.30 Egilshöllin 
Fundr + Ísæfing

Laugardagur 8. nóvember
07.00-11.15  Egilshöllin
Afís + Ís (Hafið með ykkur föt fyrir afís sem fer fram utandyra )

13.00-20.00
Gym (Laugardalshöll) , Fundur (Laugardalur) , Leikur (Egilshöll)

Sunnudagur 9. nóvember
07.00-11.30 (Skautahöllin Laugardal)
Ís + Afís.

Íslenska liðið mun taka þátt í HM í 2. deild b-riðils sem fram fer í Jaca á Spáni í desember. Gert er ráð fyrir að liðið haldi utan að morgni 11. desember og komi heim 20. desember.

HH