Aðstoðarþjálfari - U18

Gunnar Guðmundsson hefur tekið að sér starf aðstoðarþjálfara hjá U18 ára landsliði Íslands. Liðið heldur til Mexíkó í mars næstkomandi  til keppni í 3. deild á heimsmeistaramóti Alþjóða íshokkísambandsins (IIHF).

Gunnar  hefur um árabil leikið með Birninum ásamt því leika með landsliðum Íslands. Gunnar hefur þjálfað yngri flokka Bjarnarins. Gunnar sótti námskeið hjá Alþjóða íshokkísambandinu í Vierumaki árið 2009. Gunnar mun næstkomandi sumar vinna við þjálfun ungra hokkímanna í Svíþjóð.

HH