Að loknum æfingabúðum

Segja má að helgin hafi verið nýtt til hins ýtrasta að þessu sinni þegar æfingabúðir karla- og ungmennalandsliða Íslands voru haldnar. Byrjað var rétt fyrir kvöldmat á 3.000 metra hlaupi á Varmárvelli og æfingingunum lauk á sunnudeginum í Laugardalnum. Ýmis próf voru lögð fyrir leikmenn til að athuga styrk þeirra og úthald auk þess sem hefðbundnar ísæfingar fóru fram. Ekki er ólíklegt að á komandi árum verði framhaldið á svipuðum nótum. Þ.e. að tímabilið hefjist með svipuðum búðum. 

Fljótlega verður farið í að undirbúa næstu búðir en þær munu taka mið af verkefnum sem framundan eru hjá hverju og einu liði. Einnig er unnið að undirbúningi að landsliðsæfingabúðum fyrir kvennalandsliðið en konurnar mega von á því að  svipuð próf verði lagðar fyrir þær.  

Niðurstöður úr prófunum verða birtar hér á síðunni fljótlega.

Mynd: Kristján Maack

HH