Að lokinni undankeppni Ólympíuleika

Frá leik okkar manna og spánverja
Frá leik okkar manna og spánverja

Íslenska karlalandsliðið tók þátt í undankeppni Ólympíuleikanna í fyrsta skipti um liðna helgi en keppnin fór fram í Valdemoro á Spáni.

Fyrirfram var vitað að leikirnir gegn Serbíu og Spáni gætu farið á báða vegu og að þessu sinni féll það ekki okkar meginn. Spánverjar hafa alltaf verið okkur erfiðir og íslenska liðið einungis náð að sigra einusinni í viðureignum liðanna en það var í Króatíu 2013. Hvað serbana varðar þá áttum við góðan möguleika í þeim leik en ekki vildi sigurinn detta okkar meginn. Kínverjarnir, sem halda vetrarólympíuleika 2022 virðast hinsvegar eiga í erfiðleikum. Íslendingar unnu langþráðan fyrsta sigur á kínverjum 2010 en næstu tvö árin á undan höfðum við verið ansi nálægt því. 

Öll þessi lið verða síðan með okkur í Jaca á Spáni þegar 2. deild a-riðils verður leikin í apríl og þá gefst kjörið tækifæri til að vinna S-in tvö.

Úrslit mótsins og tölfræði má finna hér

HH