Að ganga alltof langt

Það gengur oft töluvert á í hokkí en kínverski leikmaðurinn, Bingyu Lang, gekk þó lengra en gott þykir í kínversku deildinni þegar hann missti gjörsamlega stjórn á sér. Ekki nóg með að hann færi með olnbogann í höfuð andstæðing síns þá beitti hann einnig kylfunni svo sauma þurfti 42 spor í andlit andstæðingsins.

Einsog nærri má geta var yfirvöldum íþróttamála í Kína ekki skemmt og hefur Lang verið dæmdur í ævilangt bann frá íþróttinni. 

Lang þessi er íslendingum ekki alveg ókunnugur því hann lék t.d. með kínverska karlaliðinu gegn íslendingum á HM í Narva 2010 og einnig í Króatíu árið eftir. 

Leikmaðurinn sem fyrir árásinni varð, Peng Huang, er fyrirliði U20 ára liðs Kína en öll lið íslands, að kvennaliðinu undanskyldu, hafa mætt Kína á ísnum. Peng var m.a. í liði Kína sem mætti U18 ára liði íslands í Eistlandi 2014.

HH