9. dagur í ferð karlalandsliðs.

Vakna, borða, æfa, borða spila, borða, sofa. Svona lýtur dagskráin út á leikdögum og í dag var komið að leiknum við Eista. Allir vissu að leikurinn yrði erfiður því Eistarnir eru með gott lið og hafa verið að taka hin liðin hérna með tveggja stafa tölu. Á síðasta móti sem fram fór í Novi Sad í Serbíu á síðasta ári töpuðum við 16 – 1 fyrir Eistunum og menn voru staðráðnir í að láta leikinn ekki endurtaka sig. Markmið voru sett.
Ingvar Þór fyrirliði var slæmur í lærinu eftir leikinn við Kínverjana en annars var mesta furða hvað liðið var í góðu standi. Rétt eins og áður var leiknum gerð góð skil á mbl.is og því litlu við það að bæta.

Erfiður leikur hjá íslendingum í kvöld.

3. sætið í höfn hjá Íslendingum.

Fyrirliðinn ekki með gegn Eistum.


Tap gegn Eistum en ágæt frammistaða.


Okkur tókst að standa í þeim.

Eftir leikinn hélt fararstjóri á stjórnendafund en einsog og áður hefur komið fram fer þar fram ýmislegt utanumhald og ákvarðanir varðandi mótið. Að þessu sinni mætti sá sem þetta skrifar mjög vel undirbúinn og beið spenntur eftir þegar kæmi að 8. lið fundarins sem var Referee Supervisor Report. Nú bar svo við að eftirlitsdómarinn hafði engar athugasemdir fram að færa, hvorki um okkar leiki né aðra leiki. Að fundi loknum var liðið tilbúið til heimferðar á hótel og kvöldverðurinn varð að hálfgerðum næturverð því hann var borðaður rétt eftir ellefu.

Myndina tók Kristján Maack.

HH