5. dagur í úrslitum

Eins og alþjóð veit þá er fimmti og síðasta leikur í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn fram í kvöld. Lið Skautafélags Akureyrar og Bjarnarins mætast er á Akureyri og hefst  leikurinn klukkan 19.00.

Staðan í einvíginu er að bæði lið hafa unnið tvo leiki. Björninn hefur haft frumkvæðið í keppninn, þ.e. orðið á undan að vinna, en SA-menn hafa jafnað jafnharðan. Í kvöld verður leikið til þrautar ef með þarf og því bæði framlengt og tekin vítakeppni ef með þarf. Leikir liðanna hingað til hafa verið hin besta skemmtun og vakið góða athygli á okkar ágætu íþrótt. Eins og sjá mátti á frétt hér í gær verða útsendingar á Digital Ísland og á netinu frá leiknum þannig að þeir sem eiga ekki heimangengt geta fylgst með þar.

Góða skemmtun

HH