4. leikur í úrslitum á Akureyri kl. 20:00 á föstudagskvöld

4. leikur í úrslitakeppni karla í íshokkí verður leikinn í Skautahöllinni á Akureyri á föstudagskvöldið klukkan 20:00, nokkur misskilningur hefur verið í gangi með leiktímann en staðfestist það hér með að leikurinn verður leikinn klukkan 20:00. SA hefur möguleika á að tryggja sér Íslandsmeistaratitil því að þeir leiða einvígið með 2 sigrum gegn 1. SR verður að vinna fyrir norðan til þess að knýja fram leik númer 5. Ekki er nokkur vafi á því að hart verður tekið á því og allt lagt í sölurnar.  Við hvetjum alla hokkíáhugamenn til þess að fjölmenna í Skautahöllina á Akureyri á föstudagskvöldið klukkan 20:00