4. flokkur drengja.

Í kvöld fer fram einn leikur á íslandsmóti í íshokkí. Það er leikur í fjórða flokki a-drengja milli Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur. Eins og sjá má á stigatöflunni sendu þessi tvö lið drengi til keppni í flokknum en í b-liðum hafa keppt þrjú lið, þau tvö fyrrnefndu og Skautafélag Akureyrar. En aftu að leiknum í kvöld sem fer fram í Egilshöll og hefst klukkan 19.00. Þetta er ellefti leikur liðanna á tímabilinu en að loknum tíu leikjum hafa bæði liðin 14 stig og því er hér um hreinan úrslitaleik að ræða. Ég sá seinasta leik sem fram fór í Laugardalnum nú í vikunni og þar var um jafnan og spennandi leik að ræða allt fram á lokamínútuna. Það er því ástæða til að hvetja aðstandendur og aðra áhugamenn um hokkí til að mæta upp í Egilshöll í kvöld og berja augum leikmenn þessara liða því þeir verðskulda það svo sannarlega.

HH