4. dagur í úrslitum

Nú er komið að 4. degi í úrslitum og leikur kvöldsins milli Bjarnarins og Skautafélags Akureyrar er í Egilshöll og hefst klukkan 19.15. Staðan í einvíginu er 1 -2 Birninum í vil eftir æsispennandi leik í Egilhöllinni í gærkvöld. Með sigri í kvöld geta Bjarnarmenn tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu mótsins.  Norðanmenn eiga hinsvegar örugglega eftir að láta þá hafa fyrir hlutunum enda þeir komnir með bakið upp að vegg og ekkert nema sigur dugir þeim til.

Það verður því mikið fjör á svellinu í Egilshöll í kvöld og hart barist. Um að gera að mæta tímanlega til að fá gott sæti og hvetja sitt lið.

HH