3. leikur. Úrslit og umfjöllun

Þriðji leikur í úrslitum íslandsmótsins í ishokkí fór fram í skautahöllinni í Laugardal í gær en þá komu norðanmennn í SA í heimssókn til SR-inga. Einsog í fyrri tveimur leikjum úrslitanna virtist heimaleikjarétturinn engu máli skipta því SA-menn hreint og beint völtuðu yfir slaka SR-inga og unnu leikinn með 10 mörkum gegn 6.
Segja má að gestirnir úr SA hafi strax í fyrstu lotu gert út um leikinn með því að skora fimm mörk gegn engu marki SR-inga og skot á mark var í svipuðum hlutföllum, þ.e. SR-ingar áttu 7 skot á mark á móti 18 skotum SA-manna.
Heldur jafnaðist leikurinn í annarri lotu sem endaði 1 - 1 og sömuleiðis jafnaðist skot á mörk því í þeim leikhluta áttu SR-ingar 11 skot á mark gegn 8 skotum SA-manna.
Í síðasta leikhlutanum virtust gesgjafarnir eitthvað vera að vakna til lífsins eða gestirnir að norðan farnir að slaka á því þann leikhluta vann SR með 5 mörkum gegn 4 og skot á mark var 13 gegn 11.
Segja má að sigurinn hjá norðanmönnum hafi verið sigur liðsheildarinnar. Einsog sést hér að neðan er markaskorun mjög dreifð hjá þeim.  Næsti leikur úrslitanna fer fram á morgun, mánudag, á Akureyri og hefst klukkan 18.00 og þá er að duga eða drepast fyrir SR-inga.

Mörk og stoðsendingar SR:

Mirek Krivanek 2/1
Daniel Kolar 1/0
Svavar Rúnarsson 1/0
Guðmundur Björgvinsson 1/0
Þorsteinn Björnsson 1/0
Todd Simpson 0/1
Kári Valsson 0/1
Stefán Hrafnsson 0/1

Brottrekstrar SR: 38 mín.

Mörk og stoðsendingar SA:

Jón B. Gíslasson 2/1
Jón Ingi Hallgrímsson 1/3
Rúnar Rúnarsson 1/2
Tomas Fiala 1/1
Sigurður Árnason 1/0
Björn Már Jakobsson 1/0
Guðmundur Guðmundsson 1/0
Sigurður Sigurðsson 1/0
Elvar Jónsteinsson 1/0
Elmar Magnússon 0/1
Steinar Grettisson 0/1

Brottrekstrar SA: 24 mín.

HH