3. leikur í úrslitum mfl. kvenna


Frá leik liðanna á Akureyri sl. þriðjudag                                                          Mynd Elvar Freyr Pálsson

Á morgun laugardag fer fram þriðji leikurinn í úrslitakeppni  kvenna milli Skautafélags Akureyrar og Bjarnarins. Leikurinn fer fram á Akureyri og hefst klukkan 17.00. Staðan í einvíginu er 2 – 0 Skautafélagi Akureyrar í vil og með sigri á morgun munu þær tryggja sér titilinn. Gestirnir að sunnan munu því ekki láta sitt eftir liggja og reyna sitt ýtrasta til að ná sigri og fjórða leiknum sem þá yrði nk. þriðjudag í Egilshöll.

Þeir sem ekki eiga heimangegnt á leikinn á morgun geta horft á hann í beinni útsendingu á N4 sem næst á mörgum heimilum en einnig má horfa á leikinn beint á netinu hér á leiktíma.

 

HH