3. leikur í úrslitum í kvennaflokki í dag kl. 19:00

Í kvöld kl. 19:00 fer fram 3. leikur í úrslitaeinvíginu á milli SA og Bjarnarins í kvennaflokki.  SA hefur unnið fyrstu tvo leikina og getur með sigri í kvöld tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.  Björninn sýndi hins vegar klærnar í síðasta leik og því má gera ráð fyrir spennandi leik í kvöld en hann fer að þessu sinni fram á Akureyri.
Fyrir þá sem ekki komast á leikinn þá verður hann sýndur beint á N4.