3. flokkur Bjarnarins vann fyrsta leik vetrarins

3. flokkur Bjarnarins byrjaði tímabilið á sigri gegn Skautafélagi Akureyrar á Akureyri í gær, en þetta var fyrsti leikur vetrarins.  Björninn vann með 7 mörkum gegn 4 í býsna fjörugum leik sem var spennandi fram í síðustu lotu þegar gestirnir tóku að síga framúr.