3. dagur í úrslitum

Og upp er runninn 3. dagur í úrslitum. Nú hafa lið Bjarnarins og Skautafélags Akureyrar fært sig suður yfir heiðar, nánar tiltekið í Egilshöll. Í dag, sunnudag, mætast þau í þriðja leik og hefst hann klukkan 14.00. Eins og flestir hokkíáhugamenn vita er staðan í einvíginu 1 - 1 og því í það minnsta tveir leikir eftir. Bæði lið hafa sýnt ágætist takta og ekki ástæða til annars en að halda að svo verði áfram.

Næstu tvær vikurnar eða svo má sjá mörkin úr leikjunum á netinu hjá Rúv. Mörkin úr fyrri leiknum, sem Björninn sigraði má sjá hér. Sum mörkin úr 2. leiknum má sjá hér ásamt viðtölum við fyrirliða liðanna. Í dag verður svo þriðji leikurinn sýndur beint á RÚV en samt ástæða til að hvetja stuðningsmenn liðanna til að mæta á leikinn og hvetja sitt lið.

Myndina tók Sigurgeir Haraldsson

HH