3. dagur í ferð karlaliðs

Rétt eins og daginn áður var  mannskapurinn ræstur snemma og haldið í ágætis morgunverðaborð á hótelinu okkar sem heitir Skandic. Þegar honum var lokið var haldið á æfingu. Á æfingunni var horft í reynsluna frá leiknum kvöldið áður. Nýjar samsetningar í línum voru prufaðar ásamt ýmsu fleiru. Móttökurnar sem við höfum fengið hérna í Mörrum hafa verið mjög góðar og allt staðið eins og stafur á bók nema hvað smá misskilningur var um dómgæsluna á leiknum frá kvöldinu áður.
Eftir æfinguna var snæddur hádegisverður í skautahöllinni svona rétt eins og daginn áður. Eftir það var haldið aftur upp á hótel og þjálfarinn gaf frjálsan tíma sem menn nýttu nú mestmegnis til að hvíla sig en einhverjir héldu þó í bæinn.

Léttur miðdegisverður var tekinn og síðan haldið aftur á æfingu. Að þessu sinni var æfingin í styttra lagi eða klukkustund og æft að spila manni færri og fleiri. Eftir æfingu var brottförin skipulögð og reynt að hengja sem mest upp af búnaðinum til þerris svo að SAS-liðar á Kastrup fengju ekki áfall yfir þungaum á búnaðinum.

Richard þjálfari ákvað síðan að brjóta dagskránna upp og bauð öllum mannskapnum út að borða. Haldið var á sportsbar og yfir matnum var horft á leik í Allsvensken milli HV71 og Saika. HV71 vann auðveldan sigur í leiknum, gerðu fjögur mörk gegn einu marki Saikaa liða.

Eftir leikinn var haldið heim á hótel enda  kvöldi tekið að halla. Síðasta skipun þjálfarans var að menn skyldu halda snemma í háttinn enda ráðgert að vakna um miðja nótt. Einhverjir fóru þó í gufubaðið á Skandic áður en haldið var í rúmið á meðan aðrir tóku spjallið.

Ferðalaginu verða síðan gerð skil næst…..

HH